• Knattspyrnudeild

Kifah semur!

Updated: Jun 9

Í miðju samkomubanni settust fulltrúi Leiknis og Kifah Mourad niður - vel sprittaðir - og skrifuðu undir samning. Kifah mun því taka slaginn með félaginu í 1. deildinni þegar þessu furðulega ástandi líkur.

Kifah sem nýorðinn er tvítugur á að baki 48 leiki og 3 mörk með Leikni og Huginn í 1. og 2. deild.

Kifah er eldsnöggur vængmaður og kemur vonandi vel undan samkomubanninu en hann stóð sig frábærlega í þeim leikjum sem búnir voru í Lengjubikarnum í vetur.

Til hamingju Kifah og Leiknismenn!226 views

©2019 Ungmennafélagið Leiknir Fáskrúðsfirði.