top of page

Jafnréttisstefna knattspyrnudeildar Leiknis

Stefna knattspyrnudeildar Leiknis í málum jafnréttis kynja, kynþátta, fordóma og eineltis.
 

Það er stefna knattspyrnudeildar UMF Leiknis að vinna gegn því að fordómar, einelti og hvers kyns ójafnrétti þrífist innan deildarinnar.


Allir einstaklingar innan knattspyrnudeildar UMF Leiknis skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kynferði, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. Deildin leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi. Niðurlægjandi framkoma svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni, illt umtal og ósæmilegar vígsluathafnir er ekki liðin innan félagsins.
 
Jafnrétti kynja og kynþátta
Til að stuðla að jafnrétti kynja og kynþátta leggur knattspyrnudeild UMF Leiknis áherslu á:

  • Að jafnréttissjónarmiða sé gætt í hvívetna í starfi deildarinnar og að hvers kyns kynja- eða kynþáttamismunum verði ekki liðin.

  • Að veita báðum kynjum tækifæri á að æfa jafn mikið og jafn oft og gera engan greinarmun á drengja- og stúlknaflokkum við útdeilingu æfingatíma og aðstöðu.

  • Að hafa vel menntaða og hæfa þjálfara í öllum flokkum. Gerðar skulu sömu ráðningarkröfur til þjálfara drengja- og stúlknaflokka. Laun þjálfara barna- og unglingaflokka taka mið af menntun þeirra og reynslu en ekki kynferði þeirra sjálfra eða þeirra sem þeir þjálfa. 

  • Að leitast sé við að fá jafnt konur sem karla til starfa sem þjálfara.

  • Að gæta þess að drengja- og stúlknaflokkar félagsins fái úthlutað fjármagni á jafnréttisgrundvelli og hafi jöfn tækifæri til fjáraflana sem taki mið af þeim verkefnum sem viðkomandi flokkur stefnir að. 

  • Að gætt sé samræmis við veitingu viðurkenninga og verðlauna fyrir konur og karla, stúlkur og drengi.

  • Ap iðkendur og aðrir félagsmenn geri ekki athugasemdir við litarhátt, talsmáta eða annað í fari iðkenda, ættingja þeirra eða keppinauta sem skilja má sem særandi athugasemd um uppruna þeirra.Að iðkendur, félagsmenn og starfsmenn hafi ekki uppi orð eða athafnir sem líta má á sem kynja- eða kynþáttamisrétti gagnvart öðrum, hvort sem um ræðir einstaklinga eða hópa innan eða utan félagsins. Að I

  • Að iðkendur og aðrir félagsmenn leggi sig fram um að aðstoða innflytjendur við aðlögun að félagsstarfi knattspyrnudeildar.

  • Að lögð sé jöfn áhersla á umfjöllun um stúlkur og drengi, meðal annars á vefsíðu félagsins.

  • Að leitast sé við að jafnt konur sem karlar veljist til starfa í stjórnir og ráð á vegum félagsins.

 
Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi
Kynbundin áreitni er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður. Það er upplifun þess sem verður fyrir hegðuninni, en ekki tilgangur gerandans, sem segir til um hvort um sé að ræða áreitni eða ekki. 

 

Kynbundin og kynferðisleg áreitni, kynbundið og kynferðislegt ofbeldi verður ekki liðið innan Knattspyrnudeildar Leiknis. Hvorki í samskiptum þjálfara og iðkenda, iðkenda innbyrðis eða fólks í trúnaðarstöðum. Verði einstaklingur fyrir kynbundnu eða kynferðislegu áreiti eða ofbeldi í starfi knattspyrnudeildar eða af hendi einhvers í trúnaðarstöðu fyrir félagið er honum bent á að leita til þjálfara eða einhvers í stjórn knattspyrnudeildar sem heitir því að taka á málinu á viðeigandi hátt. 
 

Til að vinna gegn og takast á við kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi leggur knattspyrnudeild áherslu á:

  • Að fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi auk viðeigandi viðbragða við slíku. 

  • Að líða ekki dónalegar upphrópanir eða athugasemdir um líkama annara.

  • Að þjálfari eða starfsmaður fari ekki inn í búningsherbergi nema gengið hafi verið í skugga um að allir séu klæddir/klæddar.

  • Að þjálfari bjóði ekki einstaka barni heim til sín.

  • Að taka ábendingar um áreitni eða ofbeldi alvarlega og bregðast skjótt við. 

  • Að tilkynna til viðeigandi yfirvalda ef vísbendingar eru um refsivert athæfi. Tilkynna skal í nafni félags


Fordómar
Fordómar eru þegar einhver er áreittur, útilokaður, sniðgenginn eða mismunað vegna útlits, uppruna, kynþáttar, litarháttar, kynferðis, kynhneigðar, kynvitundar, skoðana, trúar, fötlunar, efnahags eða annarra aðstæðna.


Til að koma í veg fyrir fordóma hvetur knattspyrnudeild Leiknis iðkendur sína til að:

  • Taka ekki undir með þeim sem lætur í ljós fordóma.

  • Biðja gerandann um að setja sig í spor þess sem hann fordæmir.

  • Fræða gerandann.

  • Koma fram við aðra eins og við viljum að það sé komið fram við okkur.

  • Muna að þeir standa ekki einir ef þeir verða sjálfir fyrir fordómum og leita til þjálfara eða einhvers annars sem þeir treysta.

 
Einelti
Einelti er að ofsækja einhvern með endurtekinni stríðni, illkvittni og uppnefnum eða með ógnandi, árásargjarnri framkomu og útilokun frá félagsskap.

 

Til að koma í veg fyrir einelti hvetur knattspyrnudeild UMF Leiknis iðkendur sína til að:

  • Taka ekki þátt í einelti.

  • Biðja gerandann að setja sig í spor þess sem hann leggur í einelti.

  • Sýna þeim sem verður fyrir einelti stuðning með því að ganga til liðs við hann/hana og mótmæla svona framkomu.

  • Koma fram við aðra eins og við viljum að það sé komið fram við okkur.

  • Muna að aðgerðarleysi frammi fyrir einelti má túlka þannig að eineltið sé samþykkt.

  • Muna að þeir standa ekki einir ef þeir verða sjálfir fyrir einelti og leita til þjálfara eða einhvers annars sem þeir treysta.

Logo LVF.png
Logo KFFB-01.png
holdur_logo.jpg
io-final.png
og-synir-logo-png.png
tempra.png
fiskeldi.png
orkusalan-e1534349988894-600x174.png
orkan.png
bottom of page