Rétt í þessu undirrituðu fulltrúar knattspyrnudeildar Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar samning um samstarf og sameiginlegt lið í meistaraflokki karla á næsta tímabili. Hið sameinaða lið mun taka sæti Leiknis í 2. deild. Vinnuheiti barnsins er Austrið, en alls óvíst hvert endalegt heiti verður.
Stefnt er að víðtækari sameiningu á næsta ári og verður þá horft til framtíðar um hvernig fólk vill sjá strúktúrinn í kringum alla knattspyrnuiðkun í sveitarfélaginu. Næstu mánuðir verða notaðir til að finna réttu leiðina og rétta formið á slíku samstarfi, sem og að móta framtíðarsýn væntanlegs félags.
Glaðlegir ungir menn við undirskrift. Hilmir Ásbjörnsson formaður KFF nær og Magnús Ásgrímsson form knattspdeildar Leiknis með blýantinn.
Comments