top of page
Writer's pictureKnattspyrnudeild

Samstarf

Updated: Oct 30, 2021

Rétt í þessu undirrituðu fulltrúar knattspyrnudeildar Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar samning um samstarf og sameiginlegt lið í meistaraflokki karla á næsta tímabili. Hið sameinaða lið mun taka sæti Leiknis í 2. deild. Vinnuheiti barnsins er Austrið, en alls óvíst hvert endalegt heiti verður.

Stefnt er að víðtækari sameiningu á næsta ári og verður þá horft til framtíðar um hvernig fólk vill sjá strúktúrinn í kringum alla knattspyrnuiðkun í sveitarfélaginu. Næstu mánuðir verða notaðir til að finna réttu leiðina og rétta formið á slíku samstarfi, sem og að móta framtíðarsýn væntanlegs félags.

Glaðlegir ungir menn við undirskrift. Hilmir Ásbjörnsson formaður KFF nær og Magnús Ásgrímsson form knattspdeildar Leiknis með blýantinn.

283 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa...

Comments


bottom of page