Aðalfundur UMF Leiknis 2020
Boðað var til aðalfundar að Grímseyri 7, laugardaginn 22.8.2020 kl. 10:00 árdegis. Í ljósi aðstæðna v. COVID-19 var stefnt að fámennum fundi. Það tókst og mættir voru:
Steinn Jónasson, Gunnar Geirsson, Dagný Hrund Örnólfsdóttir, Tania Lí Mellado, Þórunn M. Þorgrímsdóttir, Birkir Snær Guðjónsson og Magnús Ásgrímsson.
Gengið var til darskrár skv. lögum félagsins:
1. Fundinn setti formaður, Steinn Jónasson
2. Kosning fundarstjóra og ritara.
Fundarmenn samþykktu samhljóða Stein Jónasson sem fundarstjóra og Gunnar
Geirsson sem fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar.
Formaður, Steinn Jónasson las upp skýrslu stjórnar. Þar bar hæst einstakur árangur
kattspyrnuliðs Leiknis sem varð deildarmeistari og vann sig upp í 1. deild.
Fram kom að Smári Geirsson er að rita sögu Fáskrúðsfjarðar og var formaður í góðu
samstarfi við Smára v. tengsla Leiknis við þá sögu. Voru Smára afhent gögn frá
upphafsdögum félagsins til að vinna úr.
Fram kom að Steinn og Gunnar hafa skannað mikið magn af myndum sem Leikni
voru afhentar sem áður voru í eigu Stefaníu Ingólfsdóttur og Hákonar Magnússonar.
Um er að ræða mikinn fjölda mynda úr starfi félagsins og er von til þess að skönnun
ljúki í haust og myndirnar verð aðgengilegar á heimasíðu félagsins, leiknirf.is.
Þá skal getið sögunnar endalausu; samskipti við yfirstjórn Fjarðabyggðar
varðandi endurbætur á íþróttaaðstöðu á Fáskrúðsfirði. Er skemmst frá því að segja að
ekkert hefur áunnist í þeim málum frá sameiningu Austurbyggðar og Fjarðabyggðar
2006. Knattspyrnuvöllurinn er ónothæfur sem og aðstaða til frjálsíþróttaiðkunar s.s.
stökkgryfja og kasthringur. Á árinu 2010 lofuðu yfirvöld nýjum gámi fyrir áhöld á
vallarsvæði. Það loforð er enn bara loforð, tíu árum seinna. Á fundi með fulltrúum
bæjarins var einnig lofað smávægilegum úrbótum í sundlaug, sama sagan þar. Þess má
geta að vegna bilunar varð að loka sundlauginni lungann úr júlí á þessu ári. Þegar þeirri
viðgerð lauk, tók við hefðbundin sumarlokun!
Ekki verður hjá því komist að nefna hér að sú sérkennilega staða er uppi að
bæjarfélagið er nánast í beinni samkeppni við frjáls íþróttafélög um rekstur
meistaflokks í knattspyrnu, m.a. um auglýsingatekjur. Jafnframt eru fjárveitingar til
umrædds félags mjög ógegnsæjar og má í því samhengi nefna að nú í vor sendi þetta
félag enn eina beiðnina um aukafjárveitingu og í fundargerð var sú umfjöllun merkt
„trúnaðarmál“ sem hlýtur að teljast sérkennilegt á þessum tímum gegnsæis og opinnar
stjórsýslu.
Þá skal fagnað framtaks einstaklinga og fyrirtækja hér í bæ varðandi uppbyggingu
fjölbreyttra leiktækja í Skrúðgarðinum og almanna notkun þeirra.
Að lokum skal minnst á þreksalinn í íþróttahúsinu sem Leiknir á og rekur. Þar hefur
Ingólfur Hjaltason haldið um taumana af miklum myndarskap með aðstoð Ölvers
Jakobssonar.
4. – 6. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins, deilda og skýslur deilda
Skemmst er frá því að segja að staða allra deilda Leiknis er vel viðunandi. Allar
deildir voru reknar með hagnaði nema knattspyrnu- og sunddeild. Tap sunddeildar nam
liðlega 26.000 kr. og tap knattspyrnudeildar liðlega 3,4 milljónum og helgast það
aðallega af miklum ferðakostnaði. Veltufjármunastaða allra deilda er með ágætum
og skuldir engar eða óverulegar. Voru reikningar allra deilda samþykktir samhljóða.
Fulltrúar deilda lögðu fram skýrslur deildanna og fóru yfir strafsemi sl. árs.
7. Inntaka nýrra félaga.
Engin athöfn fór fram undir þessum lið.
8. Lagabreytingar
Engar tillögur um lagabreytingar höfðu borist.
9.Félagsgjöld ákvörðuð
Í samræmi við áralanga hefðir voru engin félagsgjöld ákvörðuð.
10. Kosning formanns, annarra stjórnarmann og skoðunarmanna reikninga.
Allir stjórnarmenn og skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnnir með samhljóða
atkvæðum fundarmanna
11. Önnur mál.
Fram kom að í tilefni 80 ára afmælis Leiknis á þessu ári, samdi Afmælisnefnd við
íþrótta vöruverslunina Sport 24 á Akureyri um kaup á Nike bolum með merki félagsins
og áletruninni „80 ára“ Mikil eftirspurn hefur verið eftir bolunum, en afhending þeirra
hefur tafist vegna Covid 19. Borið hefur á óþolinmæði sumra kaupenda, en þeim hefur
vinsamlegast verið bent á að um heimsfaraldur er að ræða, sem valdið hefur því að
sendingar milli landa hafa tafist verulega og eru Afmælisnefndinni óviðkomandi.
Mjög skortir á að endurnýjun og kaup á áhöldum til íþróttaiðkunar og íþróttakennslu
sé með viðunandi hætti og ekki eðlilegt að UMF Leiknir standi undir kaupum á stórum
hluta þeirra. Vegna aukinnar þátttöku í fimleikum hefur tækjum og tólum vegna þeirrar
iðkunuar fjölgað að undanförnu. Nú er svo komið að veruleg vandræði hafa skapast
vegna geymslu þeirra, ásamt öðrum áhöldum. Leysa þarf úr geymsluaðstöðu hið
snarasta.
Formaður lagði fram þrjár tillögur að ályktun fundarins og voru þær allar samþykktar.
I. Ályktun:
Aðalfundur UMF Leiknis, haldinn að Grímseyri 7, þann 22. ágúst 2020
fagnar ákvörðun Bæjarráðs að láta gera faglega úttekt á rekstri íþrótta- og
æskulýðsmála hjá Fjarðabyggð.
Greinargerð:
Nauðsynlegt er að algerlega óháður aðili sjái um verkið, þannig að ekki myndist
tortryggni um væntanlegar niðurstöður.Ljóst er að mikil mismunun hefur átt
sér stað varandi stuðning sveitarfélagsins Fjarðabyggðar við íþróttastarf í
sveitarfélaginu, ekki eingöngu varðandi fjárstuðning heldur einnig að því er
snertir viðhald og uppbyggingu íþróttaaðstöðu í byggðakjörnunum.
II. Ályktun:
Aðalfundur UMF Leiknis, haldinn að Grímseyri 7, þann 22. ágúst 2020
skorar á bæjarstjórn Fjarðabyggðar að huga betur að Sundlaug Fáskrúðsfjarðar.
Greinargerð:
Sundlaugin er mjög mikilvæg í starfi Sunddeildar UMF Leiknis og er ljóst að lokanir í tíma og ótíma eru ekki hvetjandi fyrir þá sem sundíþróttina stunda.
Vegna bilunar var laugin lokuð í júlí nú í sumar og þegar viðgerð var lokið tók
við mánaðar lokun í ágúst. Þetta eru að sjálfsögðu ekki ásættanleg vinnubrögð.
III. Ályktun:
Aðalfundur UMF Leiknis, haldinn að Grímseyri 7, þann 22. ágúst 2020
skorar á bæjarstjórn Fjarðabyggðar að ganga frá nánasta umhverfi
Íþróttahússins á Fáskrúðsfirði.
Greinargerð:
Íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði er glæslilega bygging og hefur frá upphafi mikið
verið nýtt af heimamönnum sem og öðrum íbúum Fjarðabyggðar eftir sameiningu s.s. vegna fimleikakennslu, notkun þreksalar ofl.
Norðan við aðalinngang þarf að laga nánasta umhverfi og koma malbiki á Óseyri sem er vegur að húsinu að ofanverðu. Af honum berst mikið af sandi inn í húsið. Einnig þarf að gagna frá mel austan við húsið.
Göngustígur liggur að húsinu ofan frá Skólavegi, sem aðallega er notaður af
skólabörnum á leið frá skóla að íþróttahúsi. Einhverra hluta vegna vantar u.þ.b. 10 metra til að tengja stíginn við Skólaveginn.
IV. Ályktun:
Aðalfundur UMF Leiknis, haldinn að Grímseyri 7, þann 22. ágúst 2020
beinir því til á bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að lengja opnunartíma íþróttahússins á Fáskrúðsfirði til samræmis við önnur sambærileg mannvirki í
Fjarðabyggð.
Greinargerð:
Opnunartími íþrótthússins á Fáskrúðsfirði er verulega skertur miðað við önnur
íþróttahús í Fjarðabyggð og því takmarkaður aðgangur að aðstöðunni.
Þar með var dagskrá tæmd.
Fundi slitið kl 12:10
___________________________________
Gunnar Geirsson, fundarritari.