top of page

Bretti

Æfingatafla fyrir vor 2023 mun birtast hér þegar hún verður klár

Krakkarnir í brettadeild Leiknis æfa með Brettafélagi Fjarðabyggðar (BFF). Brettaæfingar hefjast vanalega um leið og Oddsskarð opnar, sem hefur síðustu ár ekki verið fyrr en í janúar og eru fram að Andrésar Andarleikunum, eða út apríl. Krökkunum er skipt í ca 2-3 hópa á æfingum sem eru þá getuskiptir. Fyrsti hópurinn er sá sem eru algjörir byrjendur og er jafnvel verið að kenna þeim að komast í lyfturnar ef þau kunna það ekki. Vanalega hafa verið brettaæfingar 2-3x í viku.

 

Æfingagjöld fyrir brettin eru í kringum 26.000 kr.

 

Yfirleitt hefur verið boðið upp á 2 FIS mót (Snjóbrettamót Ísland) í slopestyle fyrir 12 ára og eldri og 3 bikarmót yfir veturinn.

Þau hafa verið haldin í Hlíðarfjalli, Bláfjöllum og svo hér í Oddsskarði.

Og einnig hafa félögin verið dugleg við að hafa mót fyrir yngri en 12 ára í leiðinni í Slopestyle.

Síðan er það auðvitað Andrésar Andarleikarnir á Akureyri sem er algjörlega hápunkturinn á vetrinum. Þar er keppt í slopestyle og boardercross.

 

Foreldrar borga allar keppnisferðar sem farnar eru á brettum.

 

Deildin hefur staðið í fjáröflunum fyrir keppnisferðum utan fjórðungs s.s. Andrésar Andarleikum til að lækka kostnað sem fellur á foreldra.

bottom of page