top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Arek í 200 leiki!

Arkadiusz Jan Grzelak fyrirliði Leiknis lék sinn 200-asta meistaraflokksleik fyrir Leikni í gær í sigri gegn Kára.

Arek er leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi þó stutt sé í þann næsta. Svona lítur taflan yfir þá leikjahæstu út, birt með fyrirvara. Áreiðanlegar heimildir skortir um hversu marga leiki Jón Þorgils Hauksson á fyrir félagið enda var hans ferill í blóma fyrir tölvuöld.

En hann gæti hæglega verið þriðji á eftir syni sínum. En allar ábendingar um leiðréttingar á listanum eru vel þegnar.


Arek Jan ........................ 200 leikir

Almar Daði ................... 199 leikir

Vilberg Marinó .......... 179 leikir

Óðinn Ómarss ........... 172 leikir

Björgvin Stefán ........ 172 leikir

Jón Hauksson ......... 170+ leikir

Hilmar Freyr ................ 163 leikir

Guðmundur Arnar .. 146 leikir


Arek hefur spilað allan sinn feril með Leikni og verið fyrirliði síðustu 3 árin.

Hann er ekki nema 27 ára þannig að það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hann tvöfaldi þennan leikjafjölda.

Fyrir leikinn í gær fékk Arek blómvönd og gjafabréf; út að borða fyrir 2 á Kaffi Sumarlínu.

Og eftir leik fékk hann köku, skreytta af tilefninu.


351 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa og í henni sitja formenn aðalstjórna Þróttar, Austra, Vals og

bottom of page