top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Sólarkaffið


Í dag sunnudaginn 2. febrúar var Sólarkaffi Leiknis haldið í Skrúð.

Þar voru veittar viðurkenningar eins og jafnan og veitti þar hver deild fyrir sig sínum yngstu iðkendunum viðurkenningar.

Knattspyrnudeildin útnefndi að vanda knattspyrnumann ársins og heiðraði einnig efnilegastu einstaklingana í karla- og kvennaflokki.

Efnilegasta stúlkan var valin Ólöf Rún Rúnarsdóttir og fékk hún að launum Kaupfélagsbikarinn til eins árs.

Efnilegasti pilturinn var valinn Ásgeir Páll Magnússon og fékk hann að Valþórsbikarinn til varðveislu næsta árið.

Guðmundur Arnar Hjálmarsson var útnefndur knattspyrnumaður ársins 2019. Gummi var einnig útnefndur íþróttamaður Leiknis og fór því heim hlaðinn verðlaunum.


Guðmundur Arnar með bkarana.

Ásgeir Páll með Valþórsbikarinn.


Ólöf Rún með Kaupfélagsbikarinn.


Sólarpönnukökur og annað góðgæti.


Húsfyllir í Skrúð að venju á Sólarkaffi.

Áttundi flokkur í stuði!

214 views0 comments

Recent Posts

See All

Mót hjá skíða- og brettakrökkum um helgina.

Um helgina fer fram bikarmót 12-15 ára í alpagreinum í Bláfjöllum. 16 krakkar frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar (SFF) og Skíðafélaginu í Stafdal keppa þar saman undir merkjum ÚÍA. 14 af þessum krökkum æfa

bottom of page