top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Sól skín á samninga!

Updated: May 26, 2020

Nú síðdegis skrifuðu þær Adna Mesetovic, Elísabet Eir Hjálmarsdóttir og Karítas Embla Óðinsdóttir undir samninga við Leikni og munu því taka slaginn með HKL í 2. deildinni í sumar.

Adna er 21 árs leikinn vængmaður sem skorað hefur 9 mörk í 48 leikjum í deild og bikar. Þar af skoraði hún 5 mörk í 2. deildinni í fyrra.

Elísabeit Eir er grjótharður 18 ára bakvörður sem á þegar baki 52 leiki og hefur sett í þeim 12 mörk. Elísabet var valin best hjá HKL að loknu síðasta keppnistímabili.

Karítas er 16 ára og bráðefnilegur varnarmaður. Hún á enn eftir að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki enda enn í 3ja flokki.

Við óskum stelpunum og félaginu innilega til hamingju með samningana og hlökkum miskunnarlaust til komandi sumars, mfl kvenna verður með flott lið!






375 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa og í henni sitja formenn aðalstjórna Þróttar, Austra, Vals og

bottom of page