top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Sumarfrístund og Íþróttaskóli

Leiknir í samstarfi við Fjarðabyggð bíður upp á Sumarfrístund á Fáskrúðsfirði sumarið 2020. Um nýtt verkefni er að ræða í samstarfi fjölskyldusviðs sveitarfélagsins og knattspyrnudeildar Leiknis og tengist það íþróttaskóla Leiknis sem rekinn hefur verið af deildinni á hverju sumri amk síðan 1999.

Skólaselið í Grunnskólanum verður mætingarstaður sumarfrístundarinnar en þar koma börnin saman á morgnana en dvölinni líkur við Leiknishúsið á Búðagrund í hádeginu, nema annað verði sérstaklega auglýst. Starfið í sumarfrístundinni byggist á útivist, hreyfingu, leikjum og fjöri. Sumarfrístundin er fyrir börn sem voru að ljúka 1. – 4. bekk skólaárið 2019-2020 og er opin öllum börnum með búsetu í Fjarðabyggð. Við viljum vekja athygli á því að Sumarfrístundin er ætluð öllum börnum einnig börnum með sérþarfir en mikilvægt er að stuðningsþarfir komi skýrt fram í skráningu. Við ætlumst til þess að börnin komi vel nærð í sumarfrístundina en mikilvægt er að koma með hollt nesti (t.d. vatn/safa, brauð og/eða ávöxt) en nestistími verður um klukkan 9:30 alla daga. Sumarfrístundin verður opin frá kl. 07:45 til 12:15 frá og með þriðjudeginum 2. júní til föstudagsins 3. júlí. Samtals í 23 daga en lokað verður í sumarfrístundinni 17. júní. Umsjónarmaður Sumarfrístundarinnar verður Ásgeir Páll Magnússon. Verð fyrir hvern dag er 1.200 kr. og samtals fyrir fimm vikur 27.600 kr. Hægt verður að kaupa stakar vikur, en ekki staka daga. Skráningu lýkur 15. maí næstkomandi. Mikilvægt er að skráning verði sem nákvæmust en rukkað verður skv. skráningu.

Íþróttaskóli Leiknis verður áfram rekinn samhliða Sumarfrístundinni og verður með sama sniði og undanfarin ár. Sú breyting verður þó að Unnar Ari Hansson hefur tekið við starfi Guðmundar Arnar Hjálmarssonar hans sem skólastjóri.

Íþróttaskólinn verður virka daga kl 10-12. Hann hefst 2. júní og stendur til 21. ágúst, en frí verður 29. júlí til og með 4. ágúst. Mæting við Leiknishúsið.

Íþróttaskólinn er fyrir börn fædd 2014-2010, sem sagt yngstu 4 bekkirnir frá þessu skólaári og árgangurinn sem hefur skólagöngu í haust. Þá gerum við ráð fyrir að 2015 áranginum verði boðið að vera með í eina eða tvær vikur í sumar.

Stakur dagur: 600 kr, vikan 2.400 kr og sumarið 24.000 kr – Athugið að þeir sem greiða í Sumarfrístundina greiða ekkert aukalega fyrir Íþróttaskólann þann tíma. Allt sumarið Frístund+Íþróttaskóli 40.000 kr

Skráning í sumarfrístundina og íþróttaskólann á sumarfristund@gmail.com

Þar verður eftirfarandi að koma fram:

Fullt nafn barns og fæðingarár:

Sérþarfir ef einhverjar:

Fullt nafn foreldris/foreldra:

Kennitala foreldris/greiðanda:

Sími og netfang foreldris:

Í hvað er skráð nákvæmlega:

- Sumarfrístund allan tímann/hluta tímans - þá hvaða tíma,

- og/eða Íþróttskólann allan tímann/hluta tímans

Ef þið hafið frekari spurningar endilega hafið samband við magnus@lvf.is eða hringið í 894 7199



449 views0 comments

Recent Posts

See All

Mót hjá skíða- og brettakrökkum um helgina.

Um helgina fer fram bikarmót 12-15 ára í alpagreinum í Bláfjöllum. 16 krakkar frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar (SFF) og Skíðafélaginu í Stafdal keppa þar saman undir merkjum ÚÍA. 14 af þessum krökkum æfa

bottom of page