Góðir hálsar! Jesús Suarez mun leika með Leikni í 1. deildinni í sumar. Suraez er okkur að góðu kunnur enda lék hann með félaginu keppnistímabilin 2016, 2017 og 2018 og var þá algjör lykilmaður í liðinu.
Suarez er fjölhæfur leikmaður og getur ma leyst stöðu djúps miðjumanns og miðvarðar.
Þrátt fyrir að spila aftarlega á vellinum er Suarez mikil ógn í vítateig andstæðinganna en hann hefur skorað 10 mörk í 56 leikjum fyrir Leikni. Seinni part sumars 2018 skipti Suarez í ÍR en hefur síðan spilað út á Spáni
Við bjóðum Suarez hjartanlega velkominn í Leikni aftur!
Núna er bara verkurinn að koma honum frá Valencia á Fáskrúðsfjörð.
Comments