top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Stefán Ómar búinn að framlengja!

Nú í kvöld skrifaði framherjinn Stefán Ómar Magnússon undir nýjan eins árs samning við Leikni.

Stefán á þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur 85 meistaraflokksleiki og hefur skorað í þeim 17 mörk. Í sumar lék Stefán 17 leiki með Leikni og skoraði 3 mörk.

Stefán sem er Seyðfirðingur og uppalinn hjá Huginn og Brynjari, er þekktur fyrir dugnað sinn og baráttu á velli og það því mikið fagnaðarefni að hann skuli ætla að taka slaginn með Leikni í 2. deildinni á sumri komanda.

Til hamingju með samninginn Stefán!


108 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa og í henni sitja formenn aðalstjórna Þróttar, Austra, Vals og

Comments


bottom of page