Knattspyrnudeild Leiknis hefur samið við Ínigo Albizuri Arruti, spænskan miðvörð um að leika með félaginu á komandi tímabili.
Ínigo er 26 ára og hefur einkum leikið í 3ju deild á Spáni, með félögunum Cultural y Deportiva Leonesa, La Baneza og Atletico Bembibre.
Von er á Íningo til landsins seinnipart apríl. Segja má að Ínigo sé ætlað að fylla ,,skarð" Faouzi Benabbas sem búinn var að semja við félagið en samdi síðan við besta félagsliðið í Alsír með fullu samþykki okkar.
Velkominn í Leikni Ínigo!

Comments