top of page
gudbjorgros

Skíðaslútt

SFF hélt skíða og brettaslútt síðastliðinn föstudag (6. maí) og lokaði þar með vertíðinni þetta vorið. Að þessu sinni var slúttið haldið í Nesskóla í Neskaupstað. Byrjað var á að svala hungrinu með grilluðum pylsum. Síðan voru veittar viðurkenningar fyrir árangur vetrarins og svo spiluðu krakkarnir bingó meðan foreldrarnir fóru á aðalfund SFF.

Uppskera vetrarins var frábær enda eru þessir skíða og brettakrakkar sem við eigum harðdugleg að drífa sig í fjallið í allskonar veðrum. Fyrir utan öll einstaklingsmarkmiðin og sigrana sem náðust í vetur er gaman að segja frá því að í hús komu 4 íslandsmeistaratitlar, nokkrir sigrar á bikarmótum auk margra annarra verðlaunasæta og síðast en síst varð SFF stigahæsta félagið á bikarmótum í flokki í 12-13 ára með nokkrum yfirburðum eða 1454 stig en næsta félag á eftir hlaut 1064 stig.



Allir 6-8 ár skíðaiðkendur með bikara fyrir mestar framfarir enda öll að taka miklum framförum á skíðum.



12-13 ára iðkendur með stigabikarinn.

69 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page