Leiknir
Sigruðu alla sína leiki í 2. umferð
Kvennalið Leiknis spilaði um helgina 6 leiki í 2. umferð 4. deildar. Liðið sigraði alla sína leiki 2-0 og hefur þar með tryggt sér sæti í úrslitum A, þaðan sem efstu lið fara upp um deild.
Umferðin var spiluð í íþróttahúsinu á Varmá í Mosfellsbæ en þar öttu allar neðiri deildir í blaki kvenna kappi um helgina.
