Knattspyrnudeild
Shakira Duncan í Leikni
Shakira Duncan landsliðsframherji frá Jamaíka hefur samið við kvennalið F.H.L og er komin með leikheimild með Leikni.
Shakira er mikil markamaskína og meðal annars skoraði hún 21 mark í 20 leikjum fyrir KR í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins. Við bindum miklar vonir við að hún verði iðin fyrir framan mark andstæðinganna og miðli af reynslu sinni til yngri leikmanna.
KHL hefur leik á Íslandsmótinu á sunnudaginn kl 13:30 gegn liði Fram.
