top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Penninn á lofti!

Rétt í þessu skrifuð þrír reynsluboltar undir samninga við Leikni. Þeir eiga samanlagt 645 meistaraflokksleiki á Íslandsmóti og 129 mörk.


Fyrstan skal telja 27 ára miðvörðinn Almar Daða Jónsson sem á samtals 215 meistaraflokksleiki og þar af 193 leiki fyrir Leikni. Almar sem spilaði framar á vellinum þar til honum spratt almennilega grön, hefur skorað 54 mörk á ferlinum. Almar skrifaði undir eins árs samning.


Björgvin Stefán Pétursson lögfræðingur og fyrrum herra Búðakauptún skrifaði einnig undir eins árs samning. Björgvin sem er 28 ára á 202 meistaraflokksleiki (176 fyrir Leikni) og 30 mörk. Björgvin hefur á ferlinum færst í öfug átt á vellinum mv Almar, byrjaði aftarlega en kemst nú ekki mikið framar sem senter. Björgvin hefur spilað flestar stöður á vellinum og getur því bjargað mörgum vandamálum sem koma upp á vellinum.


Loks skrifaði Hilmar Freyr Bjartþórsson undir 2 ára samning, en við erum að endurheimta hann frá Fram þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár. Hilmar sem er næstum tvíburabróðir Björgvins á 228 meistaraflokksleiki (157 fyrir Leikni) og hefur sett í þeim 45 mörk. Eini gallinn er að hann gæti ekki skorað ljótt mark til að bjarga lífi sínu, alveg sama þó það hafi verið útskýrt 10 sinnum fyrir honum að þau telji alveg jafn mikið. Hilmar er eins og alþjóð veit miðvallarleikmaður og frábær viðbót við hópinn.


Það eru frábær tíðindi fyrir okkur Leiknismenn að þessir stríðsmenn skuli allir hafa skrifað undir hjá félaginu og sýnir að við ætlum okkur að berjast fyrir því að koma liðinu aftur upp í Lengjudeildina þar sem það á heima.

Til hamingju strákar og til hamingju Leiknir!

Frá vinstri; Björgvin Stefán, Almar Daði og Hilmar Freyr.

463 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa og í henni sitja formenn aðalstjórna Þróttar, Austra, Vals og

コメント


bottom of page