Nú í hádeginu skrifaði miðvallarleikmaðurinn Povilas Krasnovskis undir tveggja ára samning við Leikni og mun því spila í rauðu og hvítu árin 2021 og 2022.
Povilas hefur leikið með Leikni í fjögur ár og á nú að baki 64 leiki og 16 mörk með félaginu. Hann átti stóran þátt í að bjarga okkur frá falli úr 2. deild sumarið 2018, þegar hann skoraði 9 mörk í 18 leikjum og var fyrir vikið valinn knattspyrnumaður ársins það ár.
Povilas hefur verið að mennta sig á sviði þjálfunar og sér í dag um allar æfingar yngri flokka hér á Búðum.
Pasja og allir góðir Leiknismenn; Til hamingju með samninginn!
Comentários