Nú í morgun var handsalaður samningur um stuðning Og synir við knattspyrnudeild Leiknis.
Við það verður fyrirtækið einn af stærstu stuðningaðilum knattspyrnudeildarinnar.
Lógó fyrirtækisins verður á keppnisbuxum meistaraflokks karla og lógóið hér á heimasíðunni, í Höllinni og í leikskrám sumarsins.
Tekin var táknræn mynd við þetta tækifæri þar sem Þorsteinn hjá Og synir og formaður knattspyrnudeildar þykjast undirrita samninginn, en eru hreint ekki með neinn slíkan vegna tæknilegra örðugleika.
Comments