Okkur hefur borist liðsauki fyrir átök sumarsins, en tveir leikmenn fengu leikheimild í gær sunnudag um leið og félagaskiptaglugginn opnaðist fyrir skipti erlendis frá.
Tom Zurga, 22 ára slóvenskur sóknarmaður skipti til okkar á lánssamningi frá Triglav Kranj í efstu deild Slóveníu. Á síðasta tímabili skoraði Tom 8 mörk fyrir Triglav. Tom var viðloðandi öll yngri landslið Slóveníu.
Tom mun leika með hið eftirsótta númer 21 á bakinu í sumar.
Danny El-Hage, 25 ára pólsk/líbanonskur markvörður skipti til okkar frá Lori Vanadzor í efstu deild í Armeníu. Danny hefur að auki leikið í Svíþjóð, Líbanon, Póllandi. Hann á að baka leiki fyrir U18, U21 og U23 landslið Líbanon og verið í hóp hjá A-landsliðinu. Þá á hann einn meistartitil í farteskinu frá Líbanon.
Danny er ætlað að veita Bergsteini samkeppni um markvarðarstöðuna í sumar.
Leikmennirnir léku báðir sinn fyrsta leik fyrir Leikni í tapi gegn ÍA í Akraneshöllinni í gær.
Við bjóðum þá hjartanlega velkomna í Leikni og væntum mikils af þeim.
Yorumlar