• Knattspyrnudeild

Marteinn og Óli B skrifa undir!

Þeir Marteinn Már Sverrisson og Ólafur Bernharð Hallgrímsson voru rétt í þessu að skrifa undir nýja tveggja ára samninga við Leikni.

Marteinn er 21 árs miðjumaður sem á að baki 41 leik með félaginu og hefur sett í þeim 3 mörk. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum á undirbúningstímabilinu í ár en við eigum von á honum mjög sterkum á næsta tímabili.

Óli er 16 ára bakvörður og á þegar að baki 6 meistaraflokksleiki með Leikni. Óli var í lykilhlutverki hjá öflugum 3ja flokki Austurlands í sumar sem náði flottum árangri og vann C-deild íslandsmótsins án þess að tapa leik. Við væntum mikils af Óla í framtíðinni.

Við óskum Marteini Má og Ólafi Bernharð innilega til hamingju með samningana og Leiknisfólki til hamingju með þá!

285 views0 comments

Recent Posts

See All