top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Marteinn og Óli B skrifa undir!

Þeir Marteinn Már Sverrisson og Ólafur Bernharð Hallgrímsson voru rétt í þessu að skrifa undir nýja tveggja ára samninga við Leikni.

Marteinn er 21 árs miðjumaður sem á að baki 41 leik með félaginu og hefur sett í þeim 3 mörk. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum á undirbúningstímabilinu í ár en við eigum von á honum mjög sterkum á næsta tímabili.

Óli er 16 ára bakvörður og á þegar að baki 6 meistaraflokksleiki með Leikni. Óli var í lykilhlutverki hjá öflugum 3ja flokki Austurlands í sumar sem náði flottum árangri og vann C-deild íslandsmótsins án þess að tapa leik. Við væntum mikils af Óla í framtíðinni.

Við óskum Marteini Má og Ólafi Bernharð innilega til hamingju með samningana og Leiknisfólki til hamingju með þá!





300 views0 comments

Recent Posts

See All

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa og í henni sitja formenn aðalstjórna Þróttar, Austra, Vals og

bottom of page