Í dag hefst looooksins keppni í Lengjudeild Íslandsmótsins í knattspyrnu.
Fyrsti leikur Leiknis verður á morgun, laugardaginn 20. júní kl 13:00 í Safamýrinni í Rvík á móti Fram. Meðal leikmanna Fram er Hilmar Freyr Bjartþórsson og þjálfarinn er öðlingurinn Jón Sveinsson.
Ég skora á alla Leiknismenn á vesturhelmingi landsins að fjölmenna á leikinn og styðja sitt lið. Og takið miðvikudagskvöldið líka frá, þá er það Garðabærinn í bikarnum.
Hjá okkur eru flestir klárir, en Bergsteinn er þó meiddur sem og Marteinn Már.
Kæru Leiknismenn, ekki kvíða sumrinu. Líkamlegt ástand Leiknisliðs hefur aldrei verið jafn gott og á liðinu núna, aldrei. Og menn eru sannarlega tilbúnir.
Okkar menn munu mæta grimmir til leiks á morgun og ætla ekki að láta söguna frá 2017 endurtaka sig þegar einbeitingarleysi í upphafi seinni hálfleiks kostaði okkur sigurinn.
Comments