Fyrsti leikur Leiknis í A-deild Lengjubikarsins fer fram í Höllinni á laugardaginn kl 13:00 þegar við tökum á móti Aftureldingu.
Eins og áhugasamir vita erum við í draumariðli í Lengjubikarum ár, með Aftureldingu, ÍA, KR, Breiðabliki og Leikni R.
Frábært tækifæri að máta sig við tvö bestu lið landsins og spútniklið síðasta tímabils í Pepsi.
Afturelding er líka verðugur andstæðingur og gamall keppinautur úr 2. deildinni.
Fjölmennum í Höllina, frítt inn!
Comments