Leiknir spilar sinn annan leik í Lengjubikarnum í ár við ÍA á Akranesi sunnudaginn 23. febrúar, kl 12:00.
Líkur eru á að lið okkar verði nokkuð breytt frá leiknum við Aftureldingu, en nokkur fjölgun hefur orðið á meiðslalistanum. Þeir Bergsteinn, Björgvin Stefán og Marteinn Már detta út og Sólmundur hefur ekki jafnað sig á ökklameiðslm sínum. Þá verður Óli Bernharð í verkefni með 3ja flokki.
Í þeirra stað kemur Almar Daði úr meiðslum og þá verða Hlynur og Guðjón Rafn með núna. Einnig eigum við von á að tveir nýjir leikmenn verði komnir með leikheimild og geti tekið þátt í leiknum.
Svo er bara að fjölmenna á Skagann á sunnudaginn.
Comments