top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Leiknir Fjarðabyggð

Í gær sunnudaginn 6. júni, var undirritaður samstarfs- og styrktarsamningur Knattspyrnudeildar Leiknis og Fjarðabyggðar. Samningurinn innifelur ma að lið okkar heitir héðan í frá Leiknir Fjarðabyggð, eða Leiknir F.

Allir búningar, æfinga- og mætingarfatnaður mun bera merki sveitarfélagsins og merki þess verður á heimasíðu okkar og á leikskrám og öðru útgefnu efni. Einnig verður fána sveitarfélagsins flaggað á heimaleikjum.

Fjarðabyggð verður með tilkomu samingsins næst stærsti stuðningsaðili knattspyrnu-deildarinnar.

Samningurinn var undirritaður í hálfleik leiks Leiknis og Kára í Fjarðabyggðarhöllinni.

Það voru birnirnir Jón Björn Hákonarson og Magnús Björn Ásgrímsson sem settu stafina sína við þennan tímamótasamning.



559 views0 comments

Recent Posts

See All

Mót hjá skíða- og brettakrökkum um helgina.

Um helgina fer fram bikarmót 12-15 ára í alpagreinum í Bláfjöllum. 16 krakkar frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar (SFF) og Skíðafélaginu í Stafdal keppa þar saman undir merkjum ÚÍA. 14 af þessum krökkum æfa

bottom of page