Í gær sunnudaginn 6. júni, var undirritaður samstarfs- og styrktarsamningur Knattspyrnudeildar Leiknis og Fjarðabyggðar. Samningurinn innifelur ma að lið okkar heitir héðan í frá Leiknir Fjarðabyggð, eða Leiknir F.
Allir búningar, æfinga- og mætingarfatnaður mun bera merki sveitarfélagsins og merki þess verður á heimasíðu okkar og á leikskrám og öðru útgefnu efni. Einnig verður fána sveitarfélagsins flaggað á heimaleikjum.
Fjarðabyggð verður með tilkomu samingsins næst stærsti stuðningsaðili knattspyrnu-deildarinnar.
Samningurinn var undirritaður í hálfleik leiks Leiknis og Kára í Fjarðabyggðarhöllinni.
Það voru birnirnir Jón Björn Hákonarson og Magnús Björn Ásgrímsson sem settu stafina sína við þennan tímamótasamning.
Comments