• Knattspyrnudeild

Leiknir Fjarðabyggð

Í gær sunnudaginn 6. júni, var undirritaður samstarfs- og styrktarsamningur Knattspyrnudeildar Leiknis og Fjarðabyggðar. Samningurinn innifelur ma að lið okkar heitir héðan í frá Leiknir Fjarðabyggð, eða Leiknir F.

Allir búningar, æfinga- og mætingarfatnaður mun bera merki sveitarfélagsins og merki þess verður á heimasíðu okkar og á leikskrám og öðru útgefnu efni. Einnig verður fána sveitarfélagsins flaggað á heimaleikjum.

Fjarðabyggð verður með tilkomu samingsins næst stærsti stuðningsaðili knattspyrnu-deildarinnar.

Samningurinn var undirritaður í hálfleik leiks Leiknis og Kára í Fjarðabyggðarhöllinni.

Það voru birnirnir Jón Björn Hákonarson og Magnús Björn Ásgrímsson sem settu stafina sína við þennan tímamótasamning.406 views0 comments

Recent Posts

See All

Íþrótta- og tómstundastyrkur vegna COVID-19

UMF leiknir bendir foreldurum á eftirfarandi: Umsóknarfrestur um íþrótta- og tómstundastyrk Fjarðabyggðar vegna COVID-19 hefur verið framlengdur til 30. júlí 2021. Fjarðabyggð greiðir íþrótta- og tóms