top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Kristófer Páll heim!

Þau frábæru tíðindi hafa nú orðið að Leiknir og Keflavík hafa gert með sér lánssamning um Kristófer Pál sem fær á morgun tímabundin félgaskipti úr Keflavík til okkar. Samningurinn gildir út tímabilið með þeim möguleika þó að Keflavík getur kallað hann til baka í ágúst, í síðari félagaskiptaglugganum.

Kristófer sem þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára og hafa verið mikð frá vegna meiðsla á að baki 105 leiki á Íslandsmóti og bikarkeppni og hefur skorað í þeim 37 mörk. Fyrir Leikni hefur Kristó spilað 81 leik og skorað í þeim 32 mörk. Sitt besta tímabil átti hann nokkuð örugglega 2016 þegar hann skoraði 10 mörk fyrir okkur í þáverandi Inkasso-deild og 4 af þeim í leiknum dramtíska á móti HK þegar sætinu var bjargað á ögurstundu.

Við bjóðum Kristó hjartanlega velkominn í Leikni aftur og hlökkum til að sjá gamla takta frá honum.467 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa og í henni sitja formenn aðalstjórna Þróttar, Austra, Vals og

Comments


bottom of page