top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Knattspyrnumaður ársins!

Stjórn knattspyrnudeildarinnar lét loks verða af því að veita viðurkenningar fyrir framgöngu á knattspyrnuvellinum á Covid-árinu 2020, en ekkert Sólarkaffi var haldið á vegum félagsins í ár.

Ólafur Bernharð Hallgrímsson var kjörinn efnilegastur og fékk Valþórsbikarinn til varðveislu í tæpt ár. Óli stóð sig frábærlega með einhverju sterksta 3ja flokks liði sem teflt hefur verið fram á Austurlandi og steig einnig sín fyrstu spor með meistaraflokki en hann kom við sögu í 5 leikjum í Lengjudeildinni.

Arek Jan Grzelak fyrirliði meistaraflokks var kjörinn knattspyrnumaður ársins. Arek var traustur í miðverðinum síðasta sumar eins og jafnan og skoraði að auki 5 mörk í Lengjudeildinni.

Óli vinstra megin og Arek til hægri.

Við trufluðum Arek örstutta stund í vinnunni.

567 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa og í henni sitja formenn aðalstjórna Þróttar, Austra, Vals og

Comments


bottom of page