top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Knattspyrna á dögum covid

Updated: Jun 9, 2020

Á dögum samkomubanns er ekki mikið að frétta af starfi knattspyrnudeildar Leiknis, frekar en starfi annarra deilda eða félaga.

Engar æfingar, engir leikir og við höldum að okkur höndum í undirbúningi tímabils sem enginn veit hvenær byrjar eða hvernig verður.

Leikmenn meistaraflokks æfa þó af kappi einir sér eða í smærri hópum eins og Spaugstofan orðaði það. Veðrið hefur auðvitað leikið við okkur síðustu vikur og auðveldað mönnum lífið og útihlaupin.

Þau tíðindi hafa þó orðið í leikmannamálum að Tom Zurga er farinn heim til Slóveníu og mun ekki leika með félaginu í sumar.

Starfsmenn sveitarfélagsins eru á fullu í að undirbúa grasskipti í Höllinni og beinast bænir ritara þessa pistils mjög að því að takist að hefja og helst ljúka því verki í samkomubanninu.

Ekki tókst að ljúka aðalfundi knattspyrnudeildar fyrir samkomubann og er ársreikningur síðasta árs birtur hér á síðunni í dag með fyrirvara um samþykki aðalfundar.

Gamla grasið.....




209 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa...

Komentáře


bottom of page