top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Keppnistímabilinu 2021 lokið

Updated: Sep 20, 2021

Laugardaginn 18. september lauk keppnistímabilinu hjá okkur Leiknismönnum með öruggum útisigri gegn KFF á Eskifirði. Tímabilið hjá mfl karla einkenndist af miklum meiðslum og vonbrigðum með úrslit leikja.

Niðurstaðan var 24 stig og þar með 10 sætið, Einu sæti og 13 stigum frá falli í 3ju deild.

Bjartasta ljósið í boltanum í sumar var árangur mfl kvenna - FHL - sem vann 2. deildina glæsilega, og ekki bara einu sinni heldur tvisvar.


Framtíðin er ákveðið spurningamerki hjá okkur en amk ljóst að Björgvin Stefán Pétursson hyggst leggja skóna á hilluna og var hann fyrirliði í kveðjuleik sínum. Einnig


Lokahóf Leiknis var haldið með pompi og prakt í gærkvöldi og þar sannaðist einu sinni enn að þessir drengir eru ekki bara frábærir í fótbolta, heldur líka frábærlega skemmtilegir.

Strákarnir veittu viðurkenningar og fengur eftirtaldir slíkar:

Marteinn Már Sverrisson var valinn bestur og var auk þess markahæstur.

Heiðar Snær Ragnarsson var valinn efnilegastur.

Imanol Vergara Gonsalez var valinn Hans Óli ársins, titill sem enginn botnar neitt í. En ef ég ætti að giska þá gæti persónuleiki ársins hugsanlega skýrt málið.


En það voru ekki bara Leiknisstrákarnir í Leikni sem voru heiðraðir í 2. deildinni í gær. Unnar Ari Hansson var valinn bestu hjá deildarmeisturum Þróttar V og Sæþór Ívan Viðarsson efnilegastur hjá Reyni S.

Þá áttu Kifah Mourad og Kristófer Páll Viðarsson flott tímabil hjá Völsungi og Reyni S. Að ógleymdum Degi Inga Valssyni sem er fastamaður hjá Keflavík og átti ekki færi en 3 stoðsendingar í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar. Eintómir snillingar sem við höfum alið upp hjá Leikni.

Að lokum vil ég óska grönnum okkar í Hetti til hamingju með glæsilegan sigur í 3ju deildinni um leið og ég sendi baráttukveðjur til Einherja og KFF. Það skiptast á skin og skúrir. Látum ósigra og áföll styrkja okkur en ekki draga niður.

Marteinn með tvo bikara og Heiðar einn.

359 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa og í henni sitja formenn aðalstjórna Þróttar, Austra, Vals og

Comments


bottom of page