• Knattspyrnudeild

Jesus ,,Chechu" Meneses til Leiknis

Updated: Jun 9, 2020

Miðvörðurinn Jesus Maria Meneses Sabater eða bara Chechu skrifaði á dögunum undir samning við Leikni og mun spila með liðinu í sumar.

Chechu ólst upp hjá R.C.D Mallorca, og spilaði einnig í yngri flokkum Atletico Madrid og CD Numancia. Hann hefur leikið með nokkrum liðum í Seconda-B, spænsku 3ju deildinni og lék meðal annars með Izarro Abella þar. Hans síðasta lið á Spáni var SD Compostela.

Chechu getur einnig leikið sem varnarsinnaður miðjumaður og vinstri bakvörður.

Hjartanlega velkominn til Leiknis Chechu!


Chechu og formaður knattspyrnudeildar Leiknis handsala samninginn.


286 views0 comments

©2019 Ungmennafélagið Leiknir Fáskrúðsfirði.