top of page
Writer's pictureKnattspyrnudeild

Izaro heim í Leikni

Þau gleðilegu tíðindi berast nú manna á milli að Izaro Abella Sanchez sé laus úr prísundinni á Akureyri og genginn til liðs við Leikni.

Eins og allur almenningur veit spilaði Izaro með Leikni í fyrra og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi sl haust. Hann skoraði 11 mörk og lagði upp slatta auk þess sem hann sinnti varnarskyldum frábærlega, með bros á vör.

Izaro verður væntanlega löglegur á laugardaginn í mikilvægum leik við nágranna okkar í Magna.

Liðsaukinn er okkur mjög dýrmætur núna, staðan á leikmannahópnum er ekki allt of góð.

Björgvin Stefán rifbeinsbrotnaði í tapinu á móti Fram, Mykolas er enn að glíma við hnémeiðsli, Sæþór er frá í augnablikinu vegna axlarmeiðsla og Almar Daði er í sóttkví.

Þá eru 6 leikmenn með 3 gul (vantar 1 í bann) og 5 leikmenn vantar 2 gul í bann.

Og á meðan dómararnir virðast vera á sérstökum bónus við að úthluta okkar mönnum spjöldum fyrir nánast engar sakir þá er þetta þung staða.

Velkominn aftur í Leikni Izaro!



204 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa...

Comments


bottom of page