top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Izaro búinn að skrifa undir!

Baskinn knái, Izaro Abella, er tilbúinn í slaginn framundan með Leikni. Hann er kominn til landsins og fer í seinni skimun á fimmtudaginn og ætti því að vera klár í fyrsta leik í Lengjubikarnum.

Izaro þarf ekki að kynna fyrir neinum sem fylgst hefur með Leikni undanfarin ár. Hann er öskufljótur vængmaður sem samdi fyrst við félagið 2019, árið sem við unnum 2. deildina. Hann skoraði þá 11 mörk í 22 leikjum, auk þess að leggja upp slatta.

Í fyrra lék hann 10 leiki með Þór Ak og 7 með Leikni í Lengjudeildinni og skoraði samtals 3 mörk.

Velkominn aftur á Fáskrúðsfjörð, nafla Íslands og jafnvel alheimsins, Izaro!185 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa og í henni sitja formenn aðalstjórna Þróttar, Austra, Vals og

Comentarios


bottom of page