Guðmundur Arnar Hjálmarsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við Leikni.
Gummi sem er 25 ára bakvörður hefur spilað allan sinn feril hjá Leikni og eru leikirnir orðnir 141 og mörkin 6.
Gummi var kjörinn knattspyrnumaður Leiknis 2019 en síðasta tímabil varð endasleppt þegar í ljós kom brotið bein í fæti og spurning hversu marga leiki hann lék þannig. Gummi er frábærlega samviskusamur og grjótharður knattspyrnumaður og því sérlega ánægjulegt hann sé klár í slaginn áfram.
Til hamingju Gummi og til hamingju Leiknir!
Comments