top of page
  • gudbjorgros

Fréttir frá Frjálsíþrótta-, skíða og brettadeild

Æfinga- og keppnistímabilið er í fullum gangi á skíðunum. Fyrir þá sem ekki vita er Leiknir aðili að Skíðafélagi Fjarðabyggðar (SFF) og er æft og keppt undir merkjum SFF. Síðastliðna helgi fóru 14 krakka frá SFF á Dalvík að keppa á Jónsmóti þar sem keppt var í svigi, stórsvigi og sundi. Þau stóðu sig vel og unnu einnig Jóhannsbikarinn.



Jóhannsbikar 2022

Þetta árið var það Fjarðarbyggð sem fékk Jóhannsbikarinn (Jákvæðnis bikarin). Bikarinn er veittur fyrir glaða og jákvæða framkomu og hegðun á meðan móti stendur. Sérstök nefnd á vegum mótsins velur eitt félag, þar sem horft er yfir hópinn og eru engir undanskildir. Litið er til hegðunar foreldra, þjálfara og keppenda. En þannig viljum við hafa þetta að allir séu saman í því að skapa stemmningu, gleði og góðar minningar í sportinu okkar. Í ár var valið sérstaklega erfitt, þar sem allir voru í góðum gír, en Austfirðingarnir voru með þetta litla sem vantaði uppá og eru vel að viðurkenningunni komin í ár. Fjarðabyggð mætti með 14 keppendur, fullt af foreldrum og þjálfara á svæðið. Til hamingju Fjarðabyggð og haldið áfram að njóta í brekkunum ;)



Um helgina er einnig nóg um að vera. Skíðaiðkendur 11 ára og yngri taka þátt í Fjarðarálsmóti í Oddsskarði og 12-15 ára taka þátt í Bikarmóti 12-15 í Bláfjöllum. Einnig munum við eiga einn keppanda á Meistaramóti Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum sem fer fram í Laugardalshöll.


Hér að neðan fylgir dagskrá Fjarðarálsmótsins.




58 views0 comments

Recent Posts

See All

Mót hjá skíða- og brettakrökkum um helgina.

Um helgina fer fram bikarmót 12-15 ára í alpagreinum í Bláfjöllum. 16 krakkar frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar (SFF) og Skíðafélaginu í Stafdal keppa þar saman undir merkjum ÚÍA. 14 af þessum krökkum æfa

bottom of page