top of page
  • Blakdeild

Fréttir af blaki

Eftir góða COVID-19 pásu er allt komið á fullt aftur í blakinu. Í haust fengum við til okkar þjálfara frá Spáni, hann Ramses Ballesteros. Hann heldur utan um þjálfun fyrir börn og fullorðna og fengum við hann einnig til að bæta við tíma fyrir byrjendur eldri en 16 ára. Þessir byrjenda tímar hafa heldur betur virkjað fleiri í blakiðkun og fögnum við því! En það er alltaf pláss fyrir fleiri og allir velkomnir. Byrjenda tímarnir eru á mánudögum frá kl 18-19 og svo eru tímar á þriðjudögum og fimmtudögum 18-20.


Þar sem enn hefur ekkert Íslandsmót verið haldið þetta tímabilið hjá neðri deildum BLÍ var ákveðið að hafa landshlutaskiptan Deildarbikar neðri deilda. Við erum með 2 kvennalið og 1 karlalið skráð á það mót. Er þetta mót hugsað sem æfingamót fyrir þau lið sem annars tækju þátt Íslandsmótinu.


Kvennaliðin eru búin að leika sitt hvorn leikinn. A liðið fór alla leið á Höfn og tapaði þar fyrir Sindra 2-0. B liðið fékk Huginn frá Seyðisfirði í heimsókn en Hugins steplur unnu þann leik 0-2. Karlaliðið hjá okkur fékk Þrótt N c í heimsókn og töpuðu 0-2. Ekki óska byrjun hjá liðunum okkar en það er nóg eftir!


Næsti leikur er þriðjudaginn 9. mars en þá tekur A kvennaliðið á móti Þrótti N c. Þar sem áhorfendur eru leyfðir á íþróttaviðburðum viljum við hvetja þá sem hafa áhuga á að koma og styðja stelpurnar.


Munum bara að fara eftir sóttvarnarreglum:

  • Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum.

  • Allir gestir séu skráðir, a.m.k. nafn, símanúmer og kennitala.

  • Allir gestir noti andlitsgrímu.

  • Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri. Á við börn og fullorðna.


Áfram Leiknir!

124 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page