top of page
  • gudbjorgros

Frjálsíþróttaæfingar - Farandþjálfun ÚÍA

Í sumar býður ÚÍA upp á frjálsíþróttaæfingar á Fáskrúðsfirði líkt og síðastliðin ár. Hingað kemur þjálfari á þeirra vegum einu sinni í viku. Þjálfari er Halldór Bjarki Guðmundsson en hann var einnig í fyrra.


Æfingarnar verða á þriðjudögum kl. 11.30-12.30 í sex skipti. Fyrsta æfingin er á morgun 7. júní og sú síðasta er 19. júlí en ekki er æfing í vikunni fyrir sumarhátíð sem er þriðjudagurinn 5. júlí. Æfingarnar eru fyrir 6-11 ára börn og eru þeim að kostnaðarlausu. Æfingarnar eru á Búðagrund (sama kerfi og í íþróttaskólanum, farið inn í íþróttahús ef veður er vont).


Börn sem eru í íþróttaskólanum á þessum tíma verða hvött til að prófa en það væri einnig frábært ef foreldrar hvetja þau til að prófa.

Athugið að börn þurfa ekki að vera í íþróttaskólanum til að koma á þessar æfingar. Þær eru opnar öllum 6 til 11 ára börnum.94 views0 comments

Recent Posts

See All

Leiknir í samstarfi við Fjarðabyggð bíður upp á Sumarfrístund á Fáskrúðsfirði sumarið 2022. Um verkefni er að ræða í samstarfi fjölskyldusviðs sveitarfélagsins og knattspyrnudeildar Leiknis og tengist

bottom of page