Danny El-Hage markvörður Leiknis slasaðist í æfingaleik við H/H sl laugardag og kemur amk ekki við sögu næstu mánuðina og gæti misst af öllu tímabilinu.
Hann marg kjálkabrotnaði og í aðgerð sl sunnudag voru settar í hann tvær stálplötur og 8 skrúfur. Honum heilsast þó furðu vel og er grjótharður á að koma enn öflugri til baka sem allra fyrst.
Leikurinn var flautaður af á 65 mínútu eftir atvikið en þá var staðan 4-0 fyrir okkar menn.
Danny spurði liggjandi á vellinum með kjálkabeinið standandi út úr annari kinninni hvort hann hefði ekki varið - sem hann vissulega gerði.
Við sendum Danny bestu bata- og baráttukveður og vonumst til að sjá hann sem fyrst aftur í Leiknisbúningnum.
Comentarios