• Knattspyrnudeild

Danny slasaður

Danny El-Hage markvörður Leiknis slasaðist í æfingaleik við H/H sl laugardag og kemur amk ekki við sögu næstu mánuðina og gæti misst af öllu tímabilinu.

Hann marg kjálkabrotnaði og í aðgerð sl sunnudag voru settar í hann tvær stálplötur og 8 skrúfur. Honum heilsast þó furðu vel og er grjótharður á að koma enn öflugri til baka sem allra fyrst.

Leikurinn var flautaður af á 65 mínútu eftir atvikið en þá var staðan 4-0 fyrir okkar menn.

Danny spurði liggjandi á vellinum með kjálkabeinið standandi út úr annari kinninni hvort hann hefði ekki varið - sem hann vissulega gerði.

Við sendum Danny bestu bata- og baráttukveður og vonumst til að sjá hann sem fyrst aftur í Leiknisbúningnum.479 views0 comments

Recent Posts

See All

Íþrótta- og tómstundastyrkur vegna COVID-19

UMF leiknir bendir foreldurum á eftirfarandi: Umsóknarfrestur um íþrótta- og tómstundastyrk Fjarðabyggðar vegna COVID-19 hefur verið framlengdur til 30. júlí 2021. Fjarðabyggð greiðir íþrótta- og tóms