• Knattspyrnudeild

Danny kemur aftur!

Danny El-Hage hefur skrifað undir nýjan samning við Leikni og er væntanlegur til landsins í mánuðinum.

Danny sem er af pólsku og líbanonsku bergi brotinn lék með liðinu á síðasta tímabili og spilaði þá 9 leiki í Lengjudeildinni.

Danny er flottur íþróttamaður og góður liðsmaður, enda æfir hann eins og atvinnumaður.

Við bjóðum Danny velkominn aftur og væntum mikils af honum í baráttunni í 2. deild í sumar.
202 views0 comments

Recent Posts

See All