top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Brynjar Skúla ráðinn þjálfari

,,Austrið", samstarfsfélag Leiknis og KFF réð í dag Brynjar Skúlason sem þjálfara meistaraflokks félagsins sem leika mun í 2. deild á næsta ári. Samningurinn er til tveggja ára.

Brynjar þarf ekki að kynna fyrir austfirskum knattspyrnuáhugamönnum, enda hæpið að nokkur hafi stjórnað meistaraflokksliði á Austurlandi í jafn mörgum leikjum og Brynjar.

Við bjóðum Brynjar hjartanlega velkominn til starfa og óskum honum og félaginu til hamingju.

Brynjar stjórnaði sinni fyrstu æfingu í kvöld og framundan er Austurlandsmót eða Austur-deild Kjarnafæðismótsins. Mótið mun væntanlega hefjast um eða undir miðjan desember.


Þess má geta að nýkosin stjórn samstarfsins kom saman til síns fyrsta fundar fyrir viku síðan og skipti þar með sér verkum.

Magnús Ásgrímsson er formaður, Jóhann Ragnar Benediktsson er ritari, Svanur Freyr Árnason er gjaldkeri og meðstjórnendur eru Helgi Freyr Ólason og Una Sigríður Jónsdóttir.

Brynjar hugsi.

616 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa...

Comments


bottom of page