top of page
Writer's pictureKnattspyrnudeild

Blikar gáfu og Blikar tóku

Updated: Jun 9, 2020

Breiðablik kom í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina í gær sunnudaginn 8. mars og léku við okkar menn í A-deild Lengjubikarsins. Fyrir leik færðu þeir yngri flokkunum okkar 25 knetti að gjöf og kunnum viið þeim bestu þakkir fyrir höfðingsskapinn.

Það voru hins vegar Leiknismenn sem voru í gjafastuði þegar leikurinn hófst og þá ekki síður AD2.

Staðan í hálfleik 0-4 og litu Blikarir út eins og Ipswich Town um 1980, algjörlega á eldi. Virtust okkar menn frekar vera að dáðst að þeim mikið að trufla þá í hálfleiknum. Brynjar hefur eitthvað sagt við þá í hléinu því í seinni hálfleik mætti allt annað Leiknislið til leiks. Barátta og dugnaður til fyrirmyndar. Þetta skilaði því að eina markið í seinni hálfleik var okkar. Mykolas hirti boltann af Gunnleifi Gunneifssyni þegar þeim síðarnefnda datt í hug að leika á Mikka. Mistök sem fleirum hefur orðið hált á.

Sem sagt Blikarnir gáfu bolta en tóku stingin.


Jóna Petra og Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks með boltana.

180 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa...

Comments


bottom of page