Breiðablik kom í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina í gær sunnudaginn 8. mars og léku við okkar menn í A-deild Lengjubikarsins. Fyrir leik færðu þeir yngri flokkunum okkar 25 knetti að gjöf og kunnum viið þeim bestu þakkir fyrir höfðingsskapinn.
Það voru hins vegar Leiknismenn sem voru í gjafastuði þegar leikurinn hófst og þá ekki síður AD2.
Staðan í hálfleik 0-4 og litu Blikarir út eins og Ipswich Town um 1980, algjörlega á eldi. Virtust okkar menn frekar vera að dáðst að þeim mikið að trufla þá í hálfleiknum. Brynjar hefur eitthvað sagt við þá í hléinu því í seinni hálfleik mætti allt annað Leiknislið til leiks. Barátta og dugnaður til fyrirmyndar. Þetta skilaði því að eina markið í seinni hálfleik var okkar. Mykolas hirti boltann af Gunnleifi Gunneifssyni þegar þeim síðarnefnda datt í hug að leika á Mikka. Mistök sem fleirum hefur orðið hált á.
Sem sagt Blikarnir gáfu bolta en tóku stingin.
Comments