Á aðalfundi Loðnuvinnlsunnar hf í gær 16. júní, fékk knattspyrnudeildin afhent gjafabréf upp á 11 milljónir frá fyrirtækinu. Þessi frábæri stuðningur Loðnuvinnlsunnar tryggir starf knattspyrnudeildarinnar í ár, enda er þetta hátt í 30% af áætlaðri veltu ársins.
Fyrir hönd knattspyrnudeildarinnar þakka ég einu sinni enn fyrir stuðninginn og þann hug sem honum fylgir.
Comments