top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Bærileg afkoma

Tíðindalitlum aðalfundi knattspyrnudeildar Leiknis vegna ársins 2020 er lokið.

Mæting var í slakara lagi en stemmningin þeim mun betri.

Ekki urðu verulegar breytingar á stjórn, engum tókst að ganga úr stjórninni en hins vegar bættum við áttunda manninum í hópinn. Vignir Jóhannesson gekk til liðs við okkur og bjóðum við hann hjartanlega velkominn. Honum til heiðurs fylgir merki Arsenal með innilegginu.

Hans Óli flutti fundarmönnum sitt fagnaðarerindi, sem var óvenju skemmtilegt; rekstarniðurstaðan var jákvæð um 1,7 milljónum króna.
122 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa og í henni sitja formenn aðalstjórna Þróttar, Austra, Vals og

Comments


bottom of page