Austurlandsmótið 2022 á skíðum var haldið í Stafdal um liðna helgi. 9 ára og yngri kepptu laugardaginn 2. apríl í blíðskaparveðri en í þungu og blautu færi. Vegna aðstæðna á svæðinu var ákveðið að færa keppni 10 ára og eldri yfir á mánudaginn 4. apríl og fengu keppendur fínar aðstæður þá. Mótið gekk vel fyrir sig og stóðu keppendur, foreldrar og mótshaldarar sig með prýði. Sjá má úrslitin hér að neðan ásamt myndum frá laugardeginum.
Krakkar frá Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Frá vinstri: Íris Elma Gunnarsdóttir, Inga Apinya Guðjónsdóttir, Sævar Berg Sverrisson, María Ljósbjörg Ploy Guðlaugsdóttir, Valborg Rós Guðlaugsdóttir, Hafþór Helgi Gunnarsson, Jóna Dís Arnardóttir og Sólný Petra Þorradóttir.
Hópmynd frá verðlaunaafhendingu á mótinu. Allir fengu þátttökuverðlaun.
Verið að raða hópnum upp í startinu.
Comments