Fyrirliðinn Arkadiusz Jan Grzelak, eða Arek eins og við köllum hann skrifaði undir eins ár samning við félagið í gær.
Þetta er öllum sem standa að liðinu sönn gleði því Arek er að öðrum ólöstuðum ein styrkasta stoðin í liðinu og granítharður varnarmaður.
Arek hefur leikið allan sinn feril með Leikni og eru leikirnir orðið 174 og mörkin 12.
Síðustu 7 árin hefur Arek misst af 8 leikjum á Íslandsmótinu með Leikni; leikið 138 af 146 leikjum, eða 94,5% !
Arek var að sjálfsögðu í úrvalsliði 2. deildar sl sumar.
Comments