Arkadiusz Jan Grzelak fyrirliði skrifaði rétt í þessu undir nýjan samning við Leikni og því klár í slaginn fyrir sumarið.
Það þarf ekkert að kynna Arek fyrir stuðningsmönnum Leiknis, hann hefur verið algjör lykilmaður hjá okkur mörg undanfarin ár. Arek sem er 26 ára á að baki 194 leiki fyrir Leikni og hefur skorað 17 mörk í þeim. Hann var markahæstur hjá félaginu í Lengjudeildinn sl sumar með 5 mörk í 18 leikjum, þrátt fyrir að spila mestan part sem miðvörður.
Við óskum Arek til hamingju með samninginn og hlökkum til enn eins frábærs tímabils hjá honum og Leiknisliðinu.

Yorumlar