top of page
gudbjorgros

Andrésar Andar leikarnir 2022

Andrésar Andar leikarnir voru haldnir á Akureyri 20-23. apríl síðastliðinn, loksins eftir að hafa fallið niður árin 2020 og 2021 vegna Covid-19 . Frá Fjarðabyggð fóru 63 keppendur. 49 þeirra kepptu á skíðum, 9 á brettum og 5 fóru í leikjabraut á skíðum. Leikarnir heppnuðust vel og voru frábær skemmtun fyrir iðkendur, foreldra og þjálfara. Krakkarnir stóðu sig öll mjög vel. Veðrið lék við okkur alla dagana og utan keppnisbrauta var vorfæri. Leikarnir slóu botninn í skíða- og brettavertíðina hjá okkur þetta árið en Skíðasvæðinu í Oddsskarði var lokað 20. apríl vegna snjóleysis. Skíða- og brettadeild Leiknis þakkar stuðninginn í vetur og við bíðum spennt eftir næstu vertíð.


Hér má sjá úrslit á Andrés 2022.


Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá leikunum.



Keppendur Fjarðabyggðar á kirkjutröppunum.


Hópur Fjarðabyggðar í skrúðgöngunni.


Hópur Fjarðabyggðar bíður spenntur eftir að ganga fyrstur inn á setningu leikanna.



Þátttakendur Fjarðabyggðar 8 ára og yngri að taka á móti þátttökubikurum.



Dagskrá í Hlíðarfjalli fyrir 4-7 ára krakka. Hópur Fjarðabyggðar í hlaup í skarðið.



Dagskrá í Hlíðarfjalli fyrir 4-7 ára krakka. Hópur Fjarðabyggðar í skot á mark.



Dagskrá í Hlíðarfjalli fyrir 4-7 ára krakka. Hópur Fjarðabyggðar í boðhlaupi.



Dagskrá í Hlíðarfjalli fyrir 4-7 ára krakka. Hópur Fjarðabyggðar í reipitogi.



Vor í fjallinu og komnir pollar.



Brautarskoðun 8 ára krakka í stórsvigi með Eðvaldi þjálfara.



Nokkrir Leiknis krakkar að leika.



4-7 ára stelpur frá Fjarðabyggð á leið í leikjabrautina.



4-7 ára stelpur í brautarskoðun í leikjabraut.




38 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page