Það styttist í að hið raunverulega keppnistímabil hefjist hjá knattspyrnumönnum landsins.
Tímabilið verður flautað á hjá Leikni sunnudaginn 2. maí í bikarleik gegn sigurvegurunum í leik Hattar/Hugins og Einherja. Leikið verður í Höllinni.
Laugardaginn 8. leikum við síðan gegn ÍR í Breiðholtinu í okkar fyrsta leik í 2. deild þetta árið.
Við mætum til leiks með talsvert breytt lið frá síðasta sumri. Eftirtaldir hafa yfirgefið okkur:
Unnar Ari skipti í Þrótt V.
Bergsteinn lagði skóna á hilluna - amk í bili.
Kifah skipti í Völsung.
Sæþór er fluttur suður á Landráðskaga og mun væntalega spila þar í sumar.
Chechu skipti í Vestra.
Garci skipti í spænskt félag og er ekki væntanlegur.
David skipti í spænskt félag og er ekki væntanlegur.
Suarez skipti í spænskt félag og er ekki væntanlegur.
Þá er ljóst að Danny verður ekki með á næstunni.
En við höfum fengið öfluga liðsmenn í staðinn:
Hilmar Freyr - miðjumaður - kom heim frá Fram.
Heiðar Snær - miðjumaður - kom frá Einherja.
Imanol - vængmaður - kom frá Spáni.
Inigo - miðvörður - kom frá Spáni.
Eduardo - markvörur - kom frá Spáni.
Síðast talda þrenningin er losnaði úr sóttkví á þriðjudaginn og kom austur í vikunni.
Þeir munu þreyta frumraun sína með Leikni í æfingaleik við Sindra núna á laugardag.
Allar líkur eru á að við bætum við einum leikmanni í viðbót, fréttir af því eru væntanlegar fljótlega.
.
Комментарии