Stjórn knattspyrndeildar hefur ráðið aðstoðarþjálfara fyrir meistaraflokk karla. Younes El-Hage er þrítugur og með UEFA-B gráðu. Nafnið kann að hljóma kunnuglega enda er um að ræða eldri bróður Danny El-Hage markvarðar. Younes hefur undanfarið þjálfað unga iðkendur í þeirri ágætu borg Liverpool en missti vinnuna þegar öllu var lokað vegna Covid-19.
Þeir bræður eru væntanlegir til landsins 20. febrúar og verða því klárir í fyrsta leik í lengju bikar þann 28.
Við bjóðum Younes hjartanlega velkominn til starfa og hlökkum til samvinnunnar.
Comments