top of page
  • Writer's pictureKnattspyrnudeild

Íslandsmeistararnir austur!

Á sunnudaginn, þann 1. mars kl 13:00 mæta Íslandsmeistarar KR í opinbera heimsókn í Fjarðabyggaðarhöllina og mæta Leikni í A-deild Lengjubikarsins.

Skrásetjara brestur minni til að segja til um hvenær ríkjandi Íslandsmeistarar léku síðast mótsleik á Austurlandi.

KR-ingar sem leika undir stjórn Rúnars Kristinssonar hafa litið vel út í vetur og urðu á dögunum Reykjavíkurmeistarar.

Í liðinu eru margir flottir leikmenn og má nefna þá Pálma Rafn Pálmason sem meðal annars hefur getið sér gott orð á Jólamóti Leiknis, Óskar Örn Hauksson sem eldist betur en flestir aðrir knattspyrnumenn, Kristján Flóka Finnbogason sem er ungur og sprækur senter, Kristinn Jónsson sköllóttasta bakvörð Íslands, danina Tobias Thomsen og Kennie Chopart og marga fleiri.76 views0 comments

Recent Posts

See All

Í sumar býður ÚÍA upp á frjálsíþróttaæfingar á Fáskrúðsfirði líkt og síðastliðin ár. Hingað kemur þjálfari á þeirra vegum einu sinni í viku. Þjálfari er Halldór Bjarki Guðmundsson en hann var einnig í

bottom of page