Íslandsmótinu í neðri deildum í blaki lauk sl. helgi (26.-27. mars). Leiknir tók þátt í A úrslitum í 3. deildinni á Ólafsfirði og Leiknir B í A úrslitum í 6. deildinni á Dalvík. Bæði liðin fóru fáliðuð, einungis með 6 leikmenn og því ljóst að enginn mátti meiðast því engir varamenn voru til að hlaupa í skarðið. Þetta lukkaðist hjá Leikni B þar sem allir komust nokkuð tjónlausir frá leikjunum og liðið endaði í 4. sæti með 2 stig. Lokastöðu liða í A úrslitum 6. deildar og úrslit leikja Leiknis B í úrslitakeppninni má sjá hér að neðan.
Leiknir lenti aftur á móti í nokkrum skakkaföllum þar sem bæði Elva Rán og Hulda Björk meiddust á laugardaginn. Liðið var svo heppið að fá nokkra hjálp frá Malen Valsdóttur sem var á svæðinu og var skellt í búning. Liðið endaði í 4. sæti með 8 stig. Lokastöðu liða í A úrslitum 3. deildar og úrslit leikja Leiknis í úrslitakeppninni má sjá hér að neðan.
Þó Íslandsmótinu sé lokið er keppnistímabilinu ekki lokið hjá liðunum. Þau taka þátt í Öldungamóti BLÍ sem að þessu sinni nefnist Stuðboltinn og fer fram í Kórnum í Kópavogi dagana 28.-30. apríl. Þetta mót er mjög skemmtilegt og lokar blakvertíð vetrarins hjá Blaksambandi Íslands.
Það er alltaf gaman í blaki!
Mynd: Leiknir á 1. helgarmóti vetrarins þ. 6.-7. nóvember 2021.
Neðsta röð frá vinstri: Elva Rán, Jóna Petra, Hulda Björk, Elsa Sigrún.
Miðju röð frá vinstri: Mist, Rebekka Sól,
Efsta röð: Guðbjörg Rós, Ramses
Mynd: Leiknir B á 1. helgarmóti vetrarins þ. 6.-7. nóvember 2021.
Á mynd: Magnea María (nr. 17), Tania Li (nr. 11), Margrét Andrea (nr. 9), Eva Dröfn (nr. 4), Eyrún María (nr. 10), Paola Felix (nr. 3), Steinunn Björg (nr. 5)
Comments