top of page
  • gudbjorgros

Íslandsmóti neðri deilda í blaki lokið.

Íslandsmótinu í neðri deildum í blaki lauk sl. helgi (26.-27. mars). Leiknir tók þátt í A úrslitum í 3. deildinni á Ólafsfirði og Leiknir B í A úrslitum í 6. deildinni á Dalvík. Bæði liðin fóru fáliðuð, einungis með 6 leikmenn og því ljóst að enginn mátti meiðast því engir varamenn voru til að hlaupa í skarðið. Þetta lukkaðist hjá Leikni B þar sem allir komust nokkuð tjónlausir frá leikjunum og liðið endaði í 4. sæti með 2 stig. Lokastöðu liða í A úrslitum 6. deildar og úrslit leikja Leiknis B í úrslitakeppninni má sjá hér að neðan.

Leiknir lenti aftur á móti í nokkrum skakkaföllum þar sem bæði Elva Rán og Hulda Björk meiddust á laugardaginn. Liðið var svo heppið að fá nokkra hjálp frá Malen Valsdóttur sem var á svæðinu og var skellt í búning. Liðið endaði í 4. sæti með 8 stig. Lokastöðu liða í A úrslitum 3. deildar og úrslit leikja Leiknis í úrslitakeppninni má sjá hér að neðan.Þó Íslandsmótinu sé lokið er keppnistímabilinu ekki lokið hjá liðunum. Þau taka þátt í Öldungamóti BLÍ sem að þessu sinni nefnist Stuðboltinn og fer fram í Kórnum í Kópavogi dagana 28.-30. apríl. Þetta mót er mjög skemmtilegt og lokar blakvertíð vetrarins hjá Blaksambandi Íslands.


Það er alltaf gaman í blaki!

Mynd: Leiknir á 1. helgarmóti vetrarins þ. 6.-7. nóvember 2021.

Neðsta röð frá vinstri: Elva Rán, Jóna Petra, Hulda Björk, Elsa Sigrún.

Miðju röð frá vinstri: Mist, Rebekka Sól,

Efsta röð: Guðbjörg Rós, Ramses


Mynd: Leiknir B á 1. helgarmóti vetrarins þ. 6.-7. nóvember 2021.

Á mynd: Magnea María (nr. 17), Tania Li (nr. 11), Margrét Andrea (nr. 9), Eva Dröfn (nr. 4), Eyrún María (nr. 10), Paola Felix (nr. 3), Steinunn Björg (nr. 5)
64 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page